Icesave-viðræður á næstu vikum

Fulltrúar Íslendinga, Breta og Hollendinga munu eiga formlegan fund á næstu vikum til að ræða um nýtt samkomulag um Icesave-skuldbindingarnar. Þetta hefur AFP fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmanni innan íslensku ríkisstjórnarinnar.

Segir heimildarmaðurinn, að gert sé ráð fyrir því að viðræðurnar verði í lok ágúst eða byrjun september. Síðast hittust fulltrúar þessara þjóða í Reykjavík í byrjun júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert