Aðeins ein áhöfn á vakt

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, stóð í ströngu í nótt. Hún …
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, stóð í ströngu í nótt. Hún þarf að hvílast til kl. 19.00 í kvöld og á meðan er engin áhöfn á vakt. mynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Þessa dagana er aðeins ein þyrluáhöfn á vakt hjá Landhelgisgæslunni. Hún stóð í ströngu í gærkvöldi og nótt þegar farið var í þrjú sjúkraflug. Áhöfnin þarf 12 tíma hvíld áður en hún má aftur fara í flug um klukkan 19.00 í kvöld. Kalla þarf fólk úr fríum þurfi að manna þyrlu á meðan áhöfnin hvílist.

Walter H. Ehrat, flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði að komi upp neyðarástand verði reynt að kalla til starfsfólk sem er í vaktafríum eða sumarfríum til að manna þyrlu. Ekki er tryggt að það takist hverju sinni. Walter sagði að það hafi þó tekist þegar slíkar aðstæður hafa skapast hingað til.

Sem kunnugt er hafa framlög til Landhelgisgæslunnar verið skorin niður og hefur það m.a. skert getu stofnunarinnar til vera stöðugt með tvær þyrluáhafnir á vakt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert