Gjaldskrá OR breytt um mánaðamót

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun marka stefnu um gjaldskrá fyrirtækisins fyrir næstu mánaðamót. Ekki liggur fyrir hversu miklar breytingar verða gerðar, en stjórn OR ræddi fjárhagsúttekt á fyrirtækinu á fundi í gær. Stjórnin fundar aftur um málið í dag.

„Við ætlum ekki bara að hækka gjaldskrána heldur samhliða að taka á rekstrarkostnaði og öðrum þáttum eins og kostur er,“ sagði Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður OR. Hann sagðist gera ráð fyrir að gerð yrði grein fyrir breytingum á rekstri fyrirtækisins samhliða gjaldskrárbreytingum.

Haraldur sagði að það væri flókið mál að gera breytingar í þessa veru og þess vegna þyrfti að fara vel yfir fjárhag fyrirtækisins. Skoða þyrfti tekjuhlið í samhengi við útgjöld.

Haraldur sagðist ekki geta svarað því hvort gerðar yrðu breytingar á gjaldskrá á bæði vatni og rafmagni. Hann sagðist heldur ekki geta svarað því hversu miklar tekjur fyrirtækið þyrfti að fá með gjaldskrárhækkunum. Stjórnin ætti eftir að fara betur yfir alla þætti málsins áður en endanlegar ákvarðanir yrðu teknar, en þær yrðu tilkynntar á næstu dögum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert