Maðurinn látinn laus

Frá vettvangi í Hafnarfirði þar sem manni var ráðinn bani …
Frá vettvangi í Hafnarfirði þar sem manni var ráðinn bani um helgina. mbl.is/Jakob Fannar

Maður,  sem hefur verið í haldi lögreglu síðan í gær í tengslum við rannsókn á andláti Hannesar Þórs Helgasonar, hefur verið látinn laus. Ekki þóttu efni til að krefjast gæsluvarðhalds yfir manninum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn málsins haldi áfram en á fjórða tug lögreglumanna vinni að henni. Lögreglan segir að fjölmargir hafi verið yfirheyrðir og þeirri vinnu sé ekki lokið.

Tæknirannsókn á vettvangi er langt komin og önnur gagnaöflun í fullum gangi. Fjöldi ábendinga hafa borist frá almenningi og verið er að vinna úr þeim eftir því sem tilefni er til, að sögn lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert