Maður í haldi

Frá vettvangi í Hafnarfirði.
Frá vettvangi í Hafnarfirði.

Síðdegis í dag var maður handtekinn í tengslum við rannsókn á andláti Hannesar Þórs Helgasonar og færður til yfirheyrslu. Að yfirheyrslum loknum nú í kvöld var ákveðið að láta hann ekki lausan vegna gruns um aðild hans að andlátinu. Ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum, sem er á þrítugsaldri, verður tekin á morgun.

Um 40 lögreglumenn hafa komið að rannsókn málsins frá því að Hannes fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði á sunnudagsmorgun. Lögregla getur haldið manni í varðhaldi í sólarhring án þess að krefjast formlegs gæsluvarðhalds.

Lögregla handtók mann þrítugsaldri á mánudagskvöld vegna gruns um að tengjast málinu. Hann var hins vegar látinn laus daginn eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert