Slasaður maður var látinn bíða alla nóttina

Frá Grímsey.
Frá Grímsey. mbl.is/Þorvaldur Örn

Karlmaður sem féll milli skipa við höfnina í Grímsey á mánudagskvöld þurfti að bíða í 9 klukkustundir áður en hann komst undir læknishendur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Vegna þoku var ekki hægt að fljúga til Grímseyjar nema með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Læknir á Akureyri var í stöðugu símasambandi við eiginkonu hins slasaða en enginn læknir hefur aðsetur í Grímsey að staðaldri.

Vegna niðurskurðar hjá Landhelgisgæslunni tekst aðeins að manna eina áhöfn á hverri vakt. Tvö útköll bárust samtímis að kvöldi mánudagsins og því þurfti læknir að meta í gegnum síma hvort útkallanna mætti bíða. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var ekki nægur mannskapur til að bregðast við báðum útköllunum samtímis en Gæslan hefur afnot af tveimur þyrlum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert