Vildu fá nýjan verkstjóra

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/Heiðar

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í gærkvöldi tillögu um að Hjörleifur Kvaran, forstjóri fyrirtækisins, hætti störfum. Dr. Helgi Þór Ingason hefur verið ráðinn forstjóri tímabundið en stjórnin fól stjórnarformanni að auglýsa starfið og undirbúa ráðningu nýs forstjóra.

„Orkuveita Reykjavíkur stendur á tímamótum og staða fyrirtækisins kallar á umfangsmiklar breytingar í áherslum, rekstri og stjórnun. Á fundi stjórnarformanns með forstjóra í dag varð samkomulag um að hann léti af starfi þegar í stað,“ segir í bókun meirihluta stjórnar OR.

Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, var spurður hvort Hjörleifur væri að hætta vegna þess að hann hefði ekki viljað taka þátt í breytingum sem ný stjórn fyrirtækisins ætlar að gera á fyrirtækinu. „Það er einfaldlega samkomulag að það henti að fá nýjan verkstjóra.“

Þrír stjórnarmenn samþykktu tillögu Haraldar en aðrir sátu hjá. Hrönn Ríkharðsdóttir stjórnarmaður taldi rétt að bíða með uppsögn forstjóra þar til niðurstaða rýnihóps lægi fyrir.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert