Hindrunum við orkuöflun verður að ryðja strax úr vegi

Frá framkvæmdum við álver Norðuráls í Helguvík.
Frá framkvæmdum við álver Norðuráls í Helguvík. mbl.is/RAX

Norðurál getur hafið framkvæmdir við álver í Helguvík um leið og orkumálin leysast.

Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að tafir við undirbúning virkjana, hvort sem þær séu af viðskiptalegum eða pólitískum ástæðum, seinki framkvæmdum við álverið. Þessum hindrunum verði að ryðja strax úr vegi.

Framkvæmdir við uppbyggingu álvers Norðuráls í Helguvík hafa tafist vegna þess að ekki hefur tekist að ljúka undirbúningi virkjana. Ragnar segir rætt við orkufyrirtækin um atriði varðandi orkukaup sem út af standi en samið var um að HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur útveguðu orku til álversins. Ragnar segir að það skapi vandamál að orkufyrirtækin hafi ekki getað komið verkefnum áfram.

„Við vitum að álverið í Helguvík hefur mikla þýðingu fyrir landið og vonum að það fari að fá þann stuðning sem það þarfnast,“ segir Ragnar í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert