Kynferðisbrot þögguð niður

Frá prestastefnu 2010.
Frá prestastefnu 2010. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Dæmi eru um að ætluð kynferðisbrot kirkjunnar manna hafi verið þögguð niður, að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, talskonu Stígamóta. Hún segir að fólk mæti efasemdum þegar það stígur fram, gert sé lítið úr alvöru mála og þau þyki of óþægileg til að líta dagsins ljós.
Guðrún tekur fram að þetta gildi almennt um mál sem Stígamót hafa til umfjöllunar.

„Það er enginn þess umkominn að skera úr um hvað þarna hefur gerst,“ segir Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, um ásakanir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur á hendur föður sínum, Ólafi Skúlasyni biskupi sem lést 2008. Kveður hún að faðir hennar hafi beitt hana kynferðisofbeldi árum saman meðan hún var barn og fram á unglingsaldurinn.

„Ólafur biskup stendur frammi fyrir þeim dómstóli sem um síðir mun dæma okkur öll, hvert og eitt. En fyrir mannlegum augum er hver saklaus uns sekt er sönnuð og þessi sekt verður aldrei sönnuð,“ segir Karl.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert