Orkuveitan ekki greiðsluhæf

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Orkuveita Reykjavíkur er ekki greiðsluhæf nema að til komi hækkanir á gjaldskrám fyrirtækisins. Skuldabyrðin er það gríðarleg, að mati Haraldar Flosa Tryggvasonar, starfandi stjórnarformanns OR. RÚV greindi frá þessu.

Sagði Haraldur að vegna stöðu Orkuveitunnar héldu lánardrottnar að sér höndum og fyrirtækið gæti ekki fjármagnað sig. Orkuveitan væri ekki lánshæf og gæti ekki greitt af skuldum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert