Staðlausir stafir lögreglustjóra

Lögreglumenn að störfum í Reykjavík.
Lögreglumenn að störfum í Reykjavík. mbl.is/Eggert

„Enn og aftur kemur Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, fram með fullyrðingar þar sem hann segir lögreglumenn fara með staðlausa stafi," segir Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur í opnu bréfi, sem hann hefur sent fréttavef Morgunblaðsins. Tekur hann undir gagnrýni formanns Landssambands lögreglumanna á yfirstjórn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þess efnis að skýrslum lögreglumanna sé breytt eftirá og upplýsingar fegraðar í ársskýrslu.

Stefán Eiríksson vísaði gagnrýni Snorra Magnússonar, formanns Landssambands lögreglumanna, á bug í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Það væru lögreglumennirnir einir sem kæmu nálægt skráningum mála.

„Þetta er algjörlega úr lausi lofti gripið, það er enginn að breyta neinum skráningum eftir á og engin fyrirmæli sem við höfum gefið um að slíkt sér gert," sagði Stefán.´

Ítrekað samþykkt vantraust

„Stefán Eiríksson má ekki gleyma því að hjá embættinu vinna lögreglumenn sem sinna öllum þeim verkefnum sem koma til skráningar hjá embættinu. Þessir sömu lögreglumenn þurfa síðan að gera grein fyrir því hvað var gert og þá m.a. með því að flokka mál eftir brotum og eða skrá þau í rétta verkefnaflokka. Þessir sömu lögreglumenn hafa síðan fengið um það boð að nú hafi verið tekin um það ákvörðun að breyta skráningu á brotinu x í það að vera brotið y.  Það er þessi staðreynd sem formaður Landssambands lögreglumanna er að benda á ásamt ýmsu öðru, en Stefán Eiríksson hafnar með öllu," segir í bréfi Arinbjörns.

Þar er ennfremur bent á að ítrekað hafi almennur félagsfundur á vegum Lögreglufélags Reykjavíkur samþykkt vantraust á störf Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert