Erfiðast að hjóla upp Gilið

Haraldur Hreggviðsson lýkur langferð við Hlíðarsmára í Kópavogi.
Haraldur Hreggviðsson lýkur langferð við Hlíðarsmára í Kópavogi. mbl.is

„Ég er í betra formi en ég reiknaði með, átti von á að það reyndi meira á enda er ég kominn á sextugsaldurinn og ríflegur í holdum,“ segir Haraldur B. Hreggviðsson matreiðslumaður sem hjólaði hringinn til að safna peningum til styrktar krabbameinssjúkum börnum.

Haraldur lauk hringferð sinni í gær, á sama stað og hann lagði upp, við skrifstofur Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna við Hlíðarsmára í Kópavogi. Ferðin tók tólf daga og hann var heldur fljótari en búist var við. „Við ætluðum að gista í bílnum ofarlega á Jökuldal eða Möðrudalsöræfum en veður var það hagstætt að við ákváðum að fara alla leið að Mývatni til að koma okkur í gott rúm,“ segir hann.

Þótt ferðin hafi ekki verið eins erfið og Haraldur reiknaði með þurfti hann oft að taka á. Hann segist hafa undirbúið sig vel, hjólað mikið og tekið á í ræktinni. Svo hafi vindarnir verið hagstæðir, meðal annars hafi verið stíf norðanátt síðustu tvo dagana og það hafi hjálpað honum, meðal annars í Hrútafirðinum. „Ég hefði ekki viljað vera að hjóla hinn hringinn,“ segir hann.

En hver var erfiðasti hjallinn? „Mér fannst erfiðast að hjóla upp Gilið á Akureyri. Mig langaði að hjóla alla leið að Eddu-hótelinu og það tók vel í,“ segir hann.

Sérlegur aðstoðarmaður Haraldar í ferðinni var nafni hans og lionsfélagi, Haraldur Helgason. Haraldur Hreggviðsson reiknar ekki með að hafa tapað kílóum á leiðinn, hann hafi verið svo vel haldinn í fæði hjá nafna sínum. „Við erum báðir kokkar og vitum hvað við viljum,“ segir hann.

Söfnun heldur áfram

Lionsklúbbur Njarðvíkur stendur fyrir söfnunarátaki í tengslum við hjólreiðaferðina sem nefnt er „Hjólað til heilla“. Söfnunarféð rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

Þeir félagar settu sér það markmið að safna að minnsta kosti einni milljón og Haraldur telur að það náist. Söfnunin stendur til mánaðamóta. 

Þeir sem vilja styrkja málefnið geta hringt í síma 901 5010 og þá dragast 1000 krónur af símreikningnum. Einnig er hægt að leggja beint inn á reikning í Sparisjóðnum í Keflavík, reikningsnúmerið er 1109-05-412828 og kennitalan 440269-6489.

Haraldur Hreggviðsson og Haraldur Helgason hjálpuðust að við að skera ...
Haraldur Hreggviðsson og Haraldur Helgason hjálpuðust að við að skera fyrstu sneiðina af tertu sem bökuð var til að fagna heimkomu þeirra. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þá fallast manni hendur“

11:50 „Stjórnmálin hafa um margra ára skeið skort tiltrú meðal almennings. Við stjórnmálamenn verðum að líta í eigin barm og gera allt sem í okkar valdi stendur til að endurheimta það traust sem verður að ríkja til að lýðræðið þrífist. Hér er ég ekki að tala um stuðning við tiltekna stefnu, heldur almennt traust á að þrátt fyrir ólíkar skoðanir sé unnið heiðarlega.“ Meira »

Undir trénu Óskarsframlag Íslands

11:34 Kvikmyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018. Meira »

Vængur rakst í skrokk vélarinnar

11:18 Tildrög flugslyss sem varð þegar tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum vestan við Langjökul 5. september eru nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Vængur á annarri flugvélinni fór í skrokkinn á hinni flugvélinni,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði RNSA, í samtali við mbl.is. Meira »

Margrét ráðin til Geðhjálpar

11:10 Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin sem kynninga– og viðburðarstjóri hjá landssamtökunum Geðhjálp.  Meira »

Skúrinn of hár fyrir brúna

10:48 Vinnuskúr féll af palli gámabíls á Viðarhöfða í morgun þegar bíllinn var á leið undir brú við Vesturlandsveg.  Meira »

Flokkurinn hefur aldrei óttast kjósendur

10:47 „Viðbrögð samstarfsflokka okkar við meintum trúnaðarbresti, sem var að vísu enginn í huga annars flokksformannsins og tók nokkra daga að verða til í huga hins, voru fráleit og ábyrgðarlaus gagnvart fólkinu í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til flokksmanna sinna. Meira »

Fækkun á leikskólum

09:38 Alls voru 19.090 börn í leikskóla á Íslandi um síðustu áramót og hafði fækkað um 272 (-1,4%) frá fyrra ári. Sú fækkun stafar af fámennari árgöngum, því hlutfall barna sem sækir leikskóla hefur hækkað lítillega. Meira »

Verður ekki afgreitt fyrir kosningar

10:09 „Vegna andstöðu samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn og þingmanna VG fékkst málið ekki afgreitt í vor. Ég lagði því málið fram að nýju nú í september en úr þessu fæst það ekki afgreitt fyrir kosningar.“ Meira »

Lægstu launin duga ekki til framfærslu

09:33 „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR. Meira »

„Best að horfast í augu við þetta“

08:18 „Sumir halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu. Hún greindist með geðklofa árið 2008 þegar hún var 28 ára. Meira »

Borgar flugnám með blaðburðarlaunum

07:57 Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur. Meira »

Aðdragandi slita kosningamál

07:37 Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin? Meira »

Prestur sakaður um kynferðisbrot

07:30 Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn. Meira »

Sjúkdómahættan fer vaxandi

05:30 Ef þátttaka í bólusetningum er ekki betri en skráningar benda til getum við lent í vanda og sjúkdómahættan fer vaxandi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Segir réttindi í algeru uppnámi

05:30 Fyrir liggur eftir stjórnarslitin að ekki verður leyst með lagasetningu á næstunni úr djúpstæðum ágreiningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins við Fjármálaeftirlitið um hvort flytja má tilgreinda séreign sjóðfélaga lífeyrissjóða frá þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar. Meira »

Mjög vætusamt um helgina

06:38 Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.  Meira »

Hvatt til skimunar og árangur góður

05:30 Allt að 95% þeirra 600 sem hófu meðferð gegn lifrarbólgu C á sl. ára hafi læknast. Opinbert átak gegn þessum sjúkdómi hófst í fyrra og talið er að nú þegar hafi náðst til allt að 80% þeirra sem smitast hafa. Meira »

Víðtækt samkomulag um lífeyrismál

05:30 Náðst hefur samkomulag ASÍ, ríkisins og Reykjavíkurborgar sem tryggir að þúsundir félagsmanna ASÍ sem starfa hjá ríki og borg verði jafnsettir öðrum opinberum starfsmönnum hvað lífeyrisréttindin varðar. Meira »
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
Hústjald til sölu
Danskt hústjald Trio Telt af gerðinni Haiti er til sölu. Tjaldið er yfir 30 ár...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...