Tveggja stafa hækkun

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/ÞÖK

Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, reiknar með því að hlutfall fyrirhugaðrar gjaldskrárhækkunar fyrirtækisins verði „tveggja stafa tala“.

Hann vonast til þess að hægt verði að leggja fram tillögur að breyttri gjaldskrárstefnu á stjórnarfundi Orkuveitunnar nú á föstudaginn.

Haraldur segir að gjaldskráin muni hækka töluvert, en það sé stjórnar Orkuveitunnar að útfæra nákvæmlega hvernig sú hækkun muni líta út. Ákvörðun borgarstjórnar, í kjölfar bankahrunsins 2008, um að gjaldskrár borgarinnar skyldu ekki hækkaðar á árinu 2009, gerði það að verkum að Orkuveitan gat ekki brugðist við stökkbreytingu erlendra lána sinna með stækkun tekjustofna, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Haraldur Flosi Tryggvason.
Haraldur Flosi Tryggvason.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert