Segir Ísland ekki mega borga fyrir Icesave

Icesave-lögunum mótmælt.
Icesave-lögunum mótmælt. mbl.is/Kristinn

Norskur lögfræðiprófessor, Peter Ørebech, segir í grein í blaðinu í dag að það væri brot á lögum Evrópusambandsins, tilskipun 94/19, um innistæðutryggingakerfi fjármálastofnana í aðildarríkjunum ef þjóðríki væri látið ábyrgjast greiðslurnar. Framlög í sjóðinn koma frá einkareknum fjármálastofnunum.

Hann er ósammála Eftirlitsnefnd Evrópska efnahagssvæðisins (ESA) og segir að hvorki íslenska ríkisstjórnin né íslenska þjóðin eigi að borga fyrir Icesave-hrunið.

Ørebech bendir á að í lögunum sé sagt að innistæðutryggingakerfi í hverju aðildarríki skuli bera ábyrgð á allt að 20.000 evrum, mikilvægt sé að vekja athygli á orðunum allt að. „Fjárhæðin er ekki, eins og ESA heldur fram, lágmarksfjárhæð sem beri að ábyrgjast. Um er að ræða hámark.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert