Úrkomumælir í Eyjum skemmdur

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/GSH

Skemmdir voru unnar á úrkomumæli Veðurstofu Íslands sem staðsetur er við Löngulág í Vestmannaeyjum í vikunni. Að sögn lögreglu var brotinn hattur sem er ofan á mælinum. Ekki er vitað hvenær skemmdirnar voru unnar en þeir sem kunna að hafa upplýsingar um hugsanlega gerendur eru beðnir um að koma þeim til lögreglu.

Vikan var annars með rólegra móti hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum og fór skemmtanahald vel fram um helgina án teljandi vandræða. Tilkynnt voru tvö umferðaróhapp í vikunni og er í öðru tilvikinu um að ræða mótorhjólaslys þar sem ökumaður missti stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að hjólið féll á hliðina.  Ökumaður hjólsins slasaðist lítillega.  Í hinu tilvikinu varð árekstur á milli fólksbifreiðar og vörubifreiðar en ökumaður fólksbifreiðarinnar hugðist snúa bifreiðinni við á Friðarhafnarbryggju með þeim afleiðingum að hann ók á vörubifreiðina sem ók í sömu átt.   Ekki urðu slys á fólki í þessu óhappi að sögn lögreglu.

Ökumenn fjögurra bifreiða í Vestmannaeyjum voru kærðir vegna brota á umferðarlögum, þrír af þeim voru staðnir að hraðakstri en einn var staðinn að því að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert