Fréttaskýring: Sótt um styrki til að breyta stjórnsýslunni

ESB veitir Íslandi mikla aðstoð í formi peninga og ráðgjafar ...
ESB veitir Íslandi mikla aðstoð í formi peninga og ráðgjafar til að gera stjórnsýslunni betur grein fyrir því hverju hún þurfi að breyta. mbl.is/Ómar
Hinn 17. ágúst var haldinn ráðuneytisstjórafundur þar sem m.a. var fjallað um stuðningsaðgerðir Evrópusambandsins í umsóknarferli Íslands sem samþykkt var á síðasta fundi ráðherranefndar um Evrópumál.

Í framhaldi af fundinum sendi Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, tölvupóst á samstarfsfólk sitt þar sem hún kallaði eftir verkefna-umsóknum um IPA styrki. IPA er eitt af verkfærum ESB til að aðstoða lönd sem sótt hafa um aðild áður en til aðildar þeirra kemur.

Snýr að tvennu

Þá kemur fram í skipuriti um fyrirkomulag IPA, sem sent var sem viðhengi tölvupóstsins, að TAIEX-sérfræðingar séu á leið til landsins en TAIEX er stofnun sem hefur það meginhlutverk að miðla sérfræðiaðstoð til ríkja við að innleiða eða undirbúa innleiðingu regluverks ESB í lög ríkja en einnig að aðstoða við mögulegar skipulagsbreytingar í formi ráðgjafar.

Verkefnaumsóknir til IPA fela í sér grófar hugmyndir ráðuneyta um verkefni sem þau telja ástæðu til að verði hluti af landsáætlun Íslands sem gæti hlotið styrk úr IPA. Landsáætlun IPA snýr að tvennu. Annars vegar að styrkja stjórnsýsluna á þeim sviðum sem þörf er á til þess að uppfylla þær samningsskuldbindingar sem íslenska ríkið tekur á sig á endanum ef til aðildar að Evrópusambandinu kemur. Hins vegar að hjálpa Íslendingum við áætlanagerð, að ákveða hvernig standa eigi að dreifingu styrkja úr evrópskum sjóðum hérlendis ef Ísland gengur inn í ESB.

Fimm til tíu umsóknir

Sem dæmi um þetta má taka útfærslu sóknaráætlunarinnar 20/20 og vinnumarkaðssjóð ESB til að efla íslenskan vinnumarkað og vinna gegn atvinnuleysi. Ekki liggur þó fyrir hvaða verkefni verður sótt um stuðning við þar sem einungis á bilinu fimm til tíu umsóknir verða sendar samkvæmt ofangreindum tölvupósti Ragnhildar. Hver umsókn getur þó falið í sér fleiri en eina ábendingu. Sem dæmi geta borist nokkur verkefni á mismunandi sviðum tölfræði á vegum Hagstofunnar. Þær má þó sameina í eina áætlunartillögu um tölfræði sem getur rúmað nokkur verkefni. Þannig geta umsóknirnar fimm til tíu verið nokkuð rúmar á hinu breiða verksviði stjórnvalda.

Þá mun forsætisráðherra skipa sérstakan stoðhóp IPA á Íslandi til að velja úr umsóknum ráðuneytanna en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur hópurinn ekki verið skipaður þó svo að frestur ráðuneyta til að skila inn umsóknum hafi runnið út sl. föstudag.

Samningsafstaða mótuð

Utanríkisráðuneytið lítur á TAIEX sem aðstoð við íslenska stjórnsýslu til að greina nánar hvað felst í löggjöf Evrópusambandsins til að undirbúa samningaviðræður og til greiningar á því hvort og þá hvaða breytingar þurfi mögulega að gera á löggjöf og stjórnsýslu. Hvort tveggja aðstoðar samningamenn Íslands við mótun samningsafstöðu landsins á einstökum sviðum.

Á þann hátt verður kannað hvort einhver núningur kunni að myndast á milli íslenskrar og evrópskrar löggjafar sem leysa þurfi í samningaviðræðum.

Aðlögun eða aðstoð?

Á vefsíðu TAIEX segir að meginhlutverk þess sé að hjálpa ríkjum við að innleiða regluverk Evrópusambandsins í eigin lög. Þannig hafa margir bent á, og þá sérstaklega Jón Bjarnason í viðtali við Morgunblaðið í gær, að aðlögunarferlið sé nú þegar hafið þó svo að íslenska þjóðin hafi ekki greitt atkvæði um aðild sína að ESB.

Sérfræðingar utanríkisráðuneytisins líta þó ekki á TAIEX aðstoðina sem innflutning á sérfræðingum til að segja stjórnsýslunni hvernig hlutirnir eigi að vera, heldur sem hjálp við að koma auga á þau mál sem mögulega taka þarf upp í samningaviðræðunum við ESB, auk þess að greina hluti með sem nákvæmustum hætti þannig að sjá megi hvað felist í ESB-regluverkinu á hverju sviði.

Innlent »

Nóró-veira útilokuð í Hvassaleiti

09:54 Unnið er að sótthreinsun í Hvassaleiti, annarri af tveimur starfsstöðvum Háaleitisskóla, eftir að meira en helmingur starfsfólks veiktist af magakveisu. Að sögn Hönnu Guðbjörgu Birgisdóttur, skólastjóra Háaleitisskóla, er búið að útiloka að um nóró-veiru sé að ræða. Meira »

Gefa húsnæði undir leikskóla

09:13 Fasteignafélögin Heimavellir og Ásbrú íbúðir færa í dag Reykjanesbæ húsnæði að gjöf undir nýjan leikskóla að Ásbrú. Fram kemur í fréttatilkynningu að húsnæðið henti vel til leikskólastarfs en þar hafi áður verið samkomuhús á gamla varnarliðssvæðinu. Meira »

Bílhræ skilin eftir hér og þar

08:18 Verktakar á vegum heilbrigðissviðs Reykjavíkurborgar munu fjarlægja ónýta bifreið sem staðið hefur á bílastæði Tækniskólans – skóla atvinnulífsins við Háteigsveg. Meira »

H&M-auglýsingin með öll tilskilin leyfi

07:57 Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að verslunin H&M sé með afnotaleyfi fyrir auglýsingu á borgarlandi Reykjavíkur. Meira »

Pysjutíminn að hefjast í Eyjum

07:37 „Pysjutíminn er rétt að byrja, ég spái því að fjörið nái hámarki um miðjan september,“ segir Margrét Lilja Magnúsdóttir, safnstjóri Sæheima í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Njótið á meðan það varir

07:24 Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands mælir með því að fólk sunnan- og vestantil á landinu reyni að njóta veðursins sem í boði er þar sem á föstudag og yfir helgina breytist veðrið talsvert mikið með suðaustlægri átt og rigningu. Meira »

Fimmtánfalt fleiri gestir

05:30 Mikil fjölgun hefur orðið á ferðamönnum sem sækja í náttúrulaugarnar í Reykjadal upp af Hveragerði. Nú koma árlega um 120 þúsund gestir í dalinn en voru átta þúsund árið 2010. Fjölgunin á þessu tímabili er fimmtánföld. Meira »

„Var ekki ölvaður þá“

06:11 Ofurölvi maður var handtekinn við Skjólbraut í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi en hann er einnig grunaður um að hafa valdið umferðaróhappi fyrr um daginn. Maðurinn segist ekki hafa verið orðinn ölvaður þegar það varð. Meira »

„Hefur hvergi gefist vel“

05:30 „Það hefur hvergi gefist vel,“ segir Gylfi Arnbjörnsson um þá staðreynd að opinberir starfsmenn leiða launaþróun á íslenskum vinnumarkaði. Meira »

Geirfinnsmálið til Hæstaréttar

05:30 Guðmundar- og Geirfinnsmálið er formlega komið til meðferðar hjá Hæstarétti enn á ný.   Meira »

Boðuð lækkun á afurðaverði váboði

05:30 Boðuð lækkun á afurðaverði fyrir dilkakjöt í haust um allt að 35%, til viðbótar við tíundarlækkun í fyrra, er váboði fyrir bændur víða um landið. Váin er mikil á Ströndum þar sem sauðfjárbúskapur er undirstaða og að fáu öðru er að hverfa. Meira »

Andlát: Oddur Ólafsson

05:30 Oddur Ólafsson blaðamaður lést 19. ágúst síðastliðinn, 84 ára að aldri. Oddur fæddist 28. júlí 1933.   Meira »

Reikna vísitölur fiskistofna

05:30 Fiskifræðingar frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Noregi funda nú í Reykjavík um ástand uppsjávarstofna í Norðaustur-Atlantshafi. Fundurinn er haldinn í kjölfar árlegs rannsóknarleiðangurs sem farinn var fyrr í sumar. Meira »

Norðurheimskautssvæðið mun gefa eftir

Í gær, 21:25 Haldi hlýnun jarðar áfram þykir sýnt að mörg vistkerfi Norðurheimskautssvæðisins muni um miðja öldina gefa eftir. Svæðið hlýnar nú tvöfalt hraðar en önnur svæði jarðar að jafnaði. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu en hún fjallar um umhverfismál á norðurslóðum. Meira »

Mótorhjólaslys og reiðhjólaslys með stuttu millibili

Í gær, 20:30 Slökkviliðið var kallað tvisvar út um klukkan sjö í kvöld, annars vegar vegna mótorhjólaslyss í Boröldu og hins vegar vegna reiðhjólaslyss í Lækjarbotnum ekki langt frá. Meira »

Sonurinn í járnkallinn 2024

Í gær, 21:36 Guðjón Karl Traustason er einn 35 Íslendinga sem tóku þátt í járnkallinum í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. 21 þeirra Íslendinga sem skráðu sig kláraði keppni og telst það mikið afrek út af fyrir sig. Meira »

„100% flott hjónaband“

Í gær, 20:33 „Það er eitthvað tregðulögmál í gangi og menn vilja ekki fara út úr þessum gamla heimi. Whole Foods sendi kjötskurðarmenn til Íslands til að kenna íslenskum kjötiðnaðarmönnum að skera kjötið eins og þeir vilja selja það. Síðan líða 15 ár og enginn tekur þetta upp.“ Meira »

Þaulvanur hrútaþuklari

Í gær, 20:18 Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram í 15. skipti á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn. 45 keppendur tóku þátt í mótinu í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara. Sauðfjárbóndinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum á Ströndum bar sigur úr býtum í flokki vanra þuklara. Meira »
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...