Fréttaskýring: Sótt um styrki til að breyta stjórnsýslunni

ESB veitir Íslandi mikla aðstoð í formi peninga og ráðgjafar ...
ESB veitir Íslandi mikla aðstoð í formi peninga og ráðgjafar til að gera stjórnsýslunni betur grein fyrir því hverju hún þurfi að breyta. mbl.is/Ómar
Hinn 17. ágúst var haldinn ráðuneytisstjórafundur þar sem m.a. var fjallað um stuðningsaðgerðir Evrópusambandsins í umsóknarferli Íslands sem samþykkt var á síðasta fundi ráðherranefndar um Evrópumál.

Í framhaldi af fundinum sendi Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, tölvupóst á samstarfsfólk sitt þar sem hún kallaði eftir verkefna-umsóknum um IPA styrki. IPA er eitt af verkfærum ESB til að aðstoða lönd sem sótt hafa um aðild áður en til aðildar þeirra kemur.

Snýr að tvennu

Þá kemur fram í skipuriti um fyrirkomulag IPA, sem sent var sem viðhengi tölvupóstsins, að TAIEX-sérfræðingar séu á leið til landsins en TAIEX er stofnun sem hefur það meginhlutverk að miðla sérfræðiaðstoð til ríkja við að innleiða eða undirbúa innleiðingu regluverks ESB í lög ríkja en einnig að aðstoða við mögulegar skipulagsbreytingar í formi ráðgjafar.

Verkefnaumsóknir til IPA fela í sér grófar hugmyndir ráðuneyta um verkefni sem þau telja ástæðu til að verði hluti af landsáætlun Íslands sem gæti hlotið styrk úr IPA. Landsáætlun IPA snýr að tvennu. Annars vegar að styrkja stjórnsýsluna á þeim sviðum sem þörf er á til þess að uppfylla þær samningsskuldbindingar sem íslenska ríkið tekur á sig á endanum ef til aðildar að Evrópusambandinu kemur. Hins vegar að hjálpa Íslendingum við áætlanagerð, að ákveða hvernig standa eigi að dreifingu styrkja úr evrópskum sjóðum hérlendis ef Ísland gengur inn í ESB.

Fimm til tíu umsóknir

Sem dæmi um þetta má taka útfærslu sóknaráætlunarinnar 20/20 og vinnumarkaðssjóð ESB til að efla íslenskan vinnumarkað og vinna gegn atvinnuleysi. Ekki liggur þó fyrir hvaða verkefni verður sótt um stuðning við þar sem einungis á bilinu fimm til tíu umsóknir verða sendar samkvæmt ofangreindum tölvupósti Ragnhildar. Hver umsókn getur þó falið í sér fleiri en eina ábendingu. Sem dæmi geta borist nokkur verkefni á mismunandi sviðum tölfræði á vegum Hagstofunnar. Þær má þó sameina í eina áætlunartillögu um tölfræði sem getur rúmað nokkur verkefni. Þannig geta umsóknirnar fimm til tíu verið nokkuð rúmar á hinu breiða verksviði stjórnvalda.

Þá mun forsætisráðherra skipa sérstakan stoðhóp IPA á Íslandi til að velja úr umsóknum ráðuneytanna en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur hópurinn ekki verið skipaður þó svo að frestur ráðuneyta til að skila inn umsóknum hafi runnið út sl. föstudag.

Samningsafstaða mótuð

Utanríkisráðuneytið lítur á TAIEX sem aðstoð við íslenska stjórnsýslu til að greina nánar hvað felst í löggjöf Evrópusambandsins til að undirbúa samningaviðræður og til greiningar á því hvort og þá hvaða breytingar þurfi mögulega að gera á löggjöf og stjórnsýslu. Hvort tveggja aðstoðar samningamenn Íslands við mótun samningsafstöðu landsins á einstökum sviðum.

Á þann hátt verður kannað hvort einhver núningur kunni að myndast á milli íslenskrar og evrópskrar löggjafar sem leysa þurfi í samningaviðræðum.

Aðlögun eða aðstoð?

Á vefsíðu TAIEX segir að meginhlutverk þess sé að hjálpa ríkjum við að innleiða regluverk Evrópusambandsins í eigin lög. Þannig hafa margir bent á, og þá sérstaklega Jón Bjarnason í viðtali við Morgunblaðið í gær, að aðlögunarferlið sé nú þegar hafið þó svo að íslenska þjóðin hafi ekki greitt atkvæði um aðild sína að ESB.

Sérfræðingar utanríkisráðuneytisins líta þó ekki á TAIEX aðstoðina sem innflutning á sérfræðingum til að segja stjórnsýslunni hvernig hlutirnir eigi að vera, heldur sem hjálp við að koma auga á þau mál sem mögulega taka þarf upp í samningaviðræðunum við ESB, auk þess að greina hluti með sem nákvæmustum hætti þannig að sjá megi hvað felist í ESB-regluverkinu á hverju sviði.

Innlent »

Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn

17:17 Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn þriðja árið í röð en þetta kemur fram í könnun MMR um vinsældir íslensku jólasveinanna. Stúfur og Hurðaskellir koma næstir á eftir Kertasníki. Meira »

Lögðu hald á amfetamínbasa og MDMA

16:48 Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um innflutning og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Mennirnir eru allir pólskir ríkisborgarar. Þá voru þrír menn handteknir í Hollandi. Meira »

Fylkir fær gervigras og Reykjavíkurborg lóðir

16:46 Í dag var gengið frá samkomulagi um uppbyggingu á aðalvelli Fylkis við Fylkisveg í Árbæ. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Gíslason formaður Fylkis undirrituðu samkomulagið. Meira »

Kæru á hendur MAST vísað frá

16:29 Nýlega vísaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frá kæru á hendur Matvælastofnun. Ástæðan var sú að meira en þrír mánuðir voru liðnir frá ákvörðun stofnunarinnar og því of seint fyrir kærendur að reyna að fá ákvörðuninni hnekkt hjá æðra stjórnvaldi. Meira »

Fundur flugvirkja og SA hafinn

16:12 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst núna klukkan fjögur hjá ríkissáttasemjara.   Meira »

Teygði anga sína til Íslands

16:10 Fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi 12. desember í tengslum við viðamikla alþjóðlega rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði sig til Íslands. Þar af voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ætluð brot snúa að innflutningi og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Meira »

Erfitt ástand og snertir marga illa

15:49 Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum.“ Meira »

Álag á bráðadeild vegna hálkuslysa

16:00 Mikið álag hefur verið á starfsfólki bráðadeilda Landspítalans undanfarna daga vegna hálku. Fljúgandi hálka er einnig á Akureyri en þar er ástandið engu að síður betra. Tveir voru þó fluttir á slysadeildina á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Meira »

Píratar vilja enn borgaralaun

15:28 Píratar hafa lagt fram þingsályktun um um skilyrðislausa grunnframfærslu, öðru nafni borgaralaun. Fyrsti flutningsmaður er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, en aðrir þingmenn flokksins eru meðflutningsmenn. Meira »

Fólki fjölgar í röðinni

15:05 Fólki fer nú fjölgandi í röðinni við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugfelli. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Söluskrifstofan opnaði klukkan 05:30 í morgun og þá hafi um 100-150 manns verið í röð. Meira »

Fjárlagavinnan gengur vel

14:44 „Þetta er allt á áætlun. Við erum bara í gestakomum og verður langt fram á kvöld í því og á morgun og stefnum á að fara inn í þingið aftur samkvæmt starfsáætlun 22. desember. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það held ég.“ Meira »

Viðamikil alþjóðleg lögregluaðgerð

14:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar í kl. 16 í dag, en tilefnið er viðamikil, alþjóðleg lögregluaðgerð. Meira »

Flugferðum ekki fjölgað hjá WOW air

14:26 WOW air ætlar ekki að fjölga flugferðum hjá sér vegna verkfalls flugvirkja hjá Icelandair.  Meira »

Flugvirkjar funda klukkan fjögur

14:21 Nýr fundur í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hefur verið boðaður klukkan 16 í dag. Meira »

Telur Icelandair stóla á lagasetningu

13:10 „Þetta lyktar svolítið af því að þeir séu farnir að stóla á lagasetningu,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, um Icelandair. Meira »

Dæmt til að greiða 52 milljónir

14:24 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vaðlaheiðargöng hf. til þess að greiða verktakafyrrtækinu Ósafli tæplega 52 milljónir króna í deilu um það hvor aðili eigi að njóta lækkunar virðisaukaskatts í byrjun árs 2015. Meira »

Atvinnuflugmenn styðja flugvirkja

13:14 Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, hefur lýst yfir stuðningi við Flugvirkjafélag Íslands í kjaradeilu þess við Icelandair. Meira »

Röðin minnkað frá því í morgun

12:39 Röðin fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur minnkað mikið frá því snemma í morgun. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
VW Tiguan 2014 til sölu
Ekinn 65.000, diesel, sjálfskiptur. Innfellanleg dráttarkúla. Verð 3,6 milljónir...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6...
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...