Íslandsmet hjá Örk

Kýrin Örk á Egg í Hegranesi, sem var afurðahæsta kýr landsins á síðasta ári, stefnir á nýtt Íslandsmet samkvæmt því sem kemur fram í Bændablaðinu í dag.

Örk var afurðahæsta kýr landsins á síðasta ári og einnig árið 2008 en þá setti hún met þegar hún mjólkaði 12.851 kíló. 

Í Bændablaðinu segir, að samkvæmt uppgjöri síðustu 12 mánaða hafi Örk mjólkað á því tímabili 15.819 kíló. Er haft eftir nautgriparáðunaut hjá Bændasamtökunum, að viðlíka tölur um mjaltir hafi ekki sést áður.

Örk fæddist á Hamri í Hegranesi og bar fyrsta kálfi sínum í febrúar árið 2000. Hún var síðan keypt að Egg árið 2005. Til þessa hefur hún mjólkað 92.214 lítra samkvæmt skrám Bændasamtakanna en inn í þær tölur vantar átta mánaða mælingar frá árinu 2005 sem misfórust í kerfinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert