Upplýst um gjaldskrárhækkanir á morgun

Haraldur Flosi Tryggvason.
Haraldur Flosi Tryggvason.

„Það er ekki hlutverk Orkuveitu Reykjavíkur að fást við allt fjármálakerfi borgarinnar,“ sagði Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 þegar hann var spurður að því hvernig Reykjavíkurborg ætti að greiða niður þjónustu til borgarbúa ef OR stöðvaði arðgreiðslur til borgarsjóðs.

Haraldur Flosi sagði að þótt eigendur fyrirtækis ættu augljóslega að njóta góðs af því þegar vel gengi, væri jafnljóst að ekki væri skynsamlegt að taka sér arð þegar gengi illa hjá fyrirtækinu.

Hann sagði Orkuveituna hafa alla möguleika til að rétta úr slæmri skuldastöðu og viðurkenndi að fyrirtækið væri ríkt af auðlindum og eignum, þegar spurt var hvort stjórn fyrirtækisins gerði of mikið úr fjárhagserfiðleikum OR.

Þá sagðist hann ekki vilja tjá sig mikið um fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir fyrr en eftir stjórnarfund OR sem fram fer síðdegis á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert