„Dótasýning“ á Tungubakka

Sýningin Wings'n'Wheels fer fram á Tungubakkaflugvelli á morgun milli 12:00 og 17:00. Þar verða til sýnis gamlar flugvélar, fornbílar, gamlar dráttarvélar og gömul mótorhjól. Sigurjón Valsson, er formaður Flugfélags Mosfellsbæjar og skipuleggjandi sýningarinnar.

Mbl.is náði samtali við hann er hann sat um borð í TF-ÖGN en hún er elsta flugvél landsins og hékk meðal annars í loftinu á Flugstöð Leifs Eiríkssonar til margra ára. Hún var hönnuð og smíðuð veturinn 1931–32 af Birni Olsen og Gunnari Jónassyni en var gerð upp af Hinu Íslenska Flugsögufélagi og tilbúin árið 1986.

Á meðan á heimsókn stóð á Tungubakka, flaug Dagfinnur Stefánsson, fyrrverandi flugstjóri Loftleiða og síðar Flugleiða, að flugvellinum, lenti gamalli herflugvél og heilsaði upp á fólkið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert