Vísar á bug gagnrýni

Séra Hjálmar Jónsson.
Séra Hjálmar Jónsson. mbl.is/Sverrir

Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur segir að enginn efi hafi verið í huga hans og Karls Sigurbjörnssonar um að alvarleg brot hefðu átt sér stað, er þeir höfðu milligöngu um sáttagjörð á milli Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur og Ólafs Skúlasonar biskups, sem fór út um þúfur.

Hann vísar á bug gagnrýni Sigrúnar Pálínu um að reynt hafi verið að þagga málið niður. „Hún sagðist vilja sættast við kirkjuna og við vildum hjálpa henni til þess, algjörlega á hennar forsendum,“ segir hann í samtali um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert