Maðurinn fundinn í Svínadal

Svínadalur.
Svínadalur. www.mats.is

Maður á fimmtugsaldri sem leitað var að í Svínadal í nótt fannst í morgun heill á húfi nú laust fyrir klukkan níu. Hann fannst sofandi ölvunarsvefni nálægt bænum Svarfhóli, sem er 3-4 km frá sumarbústað í Svínadal sem maðurinn dvaldi í.

Það voru liðsmenn Björgunarfélags Akraness sem fundu manninn. Kalt var á þessum slóðum í nótt og fór hitinn niður undir frostmark. Þess vegna var settur kraftur í leit að manninum, en hans var saknað upp úr miðnætti, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi.

Búið var að kalla úr þyrlu Landhelgisgæslunnar en henni var snúið við þegar maðurinn fannst. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert