Segir ekki ágreining um sameiningu ráðuneyta

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson.

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og varaformaður allsherjarnefndar Alþingis, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins, að enginn ríkisstjórnarinnar um sameiningu iðnaðar-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Ástæðan fyrir frestuninni sé sú að sameiningin þarfnist meiri undirbúnings.

Allsherjarnefnd ákvað í gær að fresta sameiningu ráðuneytanna  í eitt atvinnuvegaráðuneyti.

Ólöf Norðdal, þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í fréttum RÚV í dag að að ástæða frestunarinnar væri ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um sameininguna. Árni Þór sagði hins vegar að mikilvægt sé að vandað sé til verksins í hvívetna og því þurfi það meiri undirbúning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert