Framtíð vonarinnar

Heimildarmyndin Future Of Hope sem framleidd er af Heather Millard og leikstýrt af Henry Bateman verður frumsýnd þann fyrsta september næstkomandi. Myndinni er ætlað að veita nýja sýn á hrunið og sýna hvernig það geti einnig haft jákvæðar breytingar á íslenskt samfélag. Mbl.is sýnir hér stiklu úr myndinni.

Heather segir, að hugmyndin að Future of Hope hafi kviknað í janúarbyrjun 2009 eftir að hún og Henry höfðu lesið ótal blaðagreinar í Englandi um hrunið á Íslandi. Sú grein sem stóð hvað mest upp úr beindi mun jákvæðara ljósi á hrunið en hinar. Í henni var greint frá því hvernig Íslendingar hafa áður staðið af sér erfiða tíma og náð aftur sínu striki.

„ Upp úr þessu hugsuðum við með okkur að kannski væru bresku blöðin ekki að segja alla sólarsöguna um hrunið og eftirköst þess. Því ákváðum við að fara í rannsóknarferð til Íslands í mars í fyrra og hitta þar fullt af fólki af ólíkum sviðum samfélagsins. Í þessari heimsókn hittum við fyrir mun jákvæðari þjóð en okkur hafði verið talin trú um í fjölmiðlum að byggi á Íslandi og hittum fólk sem trúði því að hrunið gæti líka reynst frábært tækifæri," segir Heather við Sunnudagsmoggann.

Eftir ferðina héldu þau aftur til Englands og fóru  að grúska betur í þessum málum og undirbúa gerð heimildamyndar. Þau fluttu til Íslands sumarið 2009 til að kynnast landi og þjóð vel. Síðan þá hafa þau búið hérlendis og myndin   undið upp á sig. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert