109 langreyðar á land

Gert að hval í hvalstöðinni í Hvalfirði.
Gert að hval í hvalstöðinni í Hvalfirði. mbl.is/Ómar

Í morgun kom 109. hvalurinn á land í Hvalstöðinni í Hvalfirði á þessari vertíð. Það var Hvalur 8 sem kom til hafnar með langreyði en Hvalur 9 kom með tvo hvali í stöðina á sunnudaginn.

Á vef Skessuhorns í dag er haft eftir Gunnlaugi Fjólar Gunnlaugssyni, vinnslustjóra hjá Hval hf., að veiðarnar hafi gengið eins og í sögu, þrátt fyrir að þokan hafi legið svolítið við ströndina að undanförnu og skipin því þurft að sigla lengra eða allt upp í 200 mílur út.

Hvalur hf. hefur leyfi til veiða 150 landreyðar í sumar auk 25 dýra, sem ekki náðist að veiða á síðustu vertíð.

Skessuhorn.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert