Óvissa um eignina

Skuldir Reykjanesbæjar þurfa að lækka verulega.
Skuldir Reykjanesbæjar þurfa að lækka verulega. mbl.is/RAX

Fari svo að kaup Magma Energy á HS Orku verði ógilt, mun óvissa um verðmæti skuldabréfs sem Magma Energy tók yfir frá Geysi Green Energy og er í eigu Reykjanesbæjar aukast enn frekar en nú er.

Skuldabréfið virðist eina eign sveitarfélagsins sem hægt er að grípa til, takist ekki að endurfjármagna 12 milljóna evra lán, jafnvirði 1,8 milljarða króna, frá þýskum banka sem gjaldféll í byrjun ágúst. Uppreiknað virði skuldabréfsins er talið um sjö milljarðar króna.

Reykjanesbær er jafnframt í hópi 20-30 sveitarfélaga sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga telur, eftir skoðun á ársreikningum 2009, að stefni fjármálum sínum í óefni. Að sögn Ólafs Nilssonar, formanns nefndarinnar, verða sveitarfélögin vöruð við bréflega á næstu dögum.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að mestu tækifærin í atvinnulífinu séu á Suðurnesjum „en það er alltaf eitthvað að tefja og það hefur skapað vantrú sem við förum ekki varhluta af“. Hann segir það geta haft alvarlegar afleiðingar fari ekkert að gerast á Suðurnesjum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert