20 mál sett á oddinn

Ögmundur Jónasson við komuna á Bessastaði en hann er kominn …
Ögmundur Jónasson við komuna á Bessastaði en hann er kominn aftur inn í ríkisstjórn nú sem dóms- og mannréttindaráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson

 Tuttugu mál verða sett á oddinn hjá ríkisstjórn Íslands á komandi vetri. Má þar meðal annars nefna að áfram verði unnið að því að koma á stöðugleika á vinnumarkaði og áframhaldandi samstarf við hagsmunaaðila. Heildstæð orkustefna samþykkt og ráðuneytum fækkað. 

 Lög sett um stjórnun fiskveiða sem byggja á niðurstöðu sáttanefndar. Ef ekki næst samkomulag þá verði þjóðaratkvæðagreiðsla um kvótakerfið undirbúin.

Nú stendur yfir ríkisráðsfundur á Bessastöðum þar sem ný ríkisstjórn kemur saman í fyrsta skipti. 

Árni Páll Árnason sagði við blaðamann mbl.is við komuna á Bessastaði að hann væri mjög sáttur við skiptin en hann tekur við embætti efnahags- og viðskiptaráðherra í dag.

Hér er hægt að lesa nánar um stefnumál nýrrar ríkisstjórnar

Breytingar verða á skipan ríkisráðs í dag
Breytingar verða á skipan ríkisráðs í dag mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert