Alger viðsnúningur

Guðbjartur Hannesson, t.h. settist í fyrsta skipti á ráðherrabekk í …
Guðbjartur Hannesson, t.h. settist í fyrsta skipti á ráðherrabekk í Alþingishúsinu í dag. mbl.is/Ómar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í skýrslu um störf og stefnu ríkisstjórnarinnar á Alþingi, að alger viðsnúningur hefði orðið í íslensku efnahagslífi á síðustu mánuðum.

Sagði Jóhanna, að mikill og eftirtektarverður árangur hefði náðst og tekist hefði að snúa efnahagslífi landsins til nýrrar sóknar, tryggja jákvæð samskipti við alþjóðasamfélagið,.

Jóhanna sagði, að alger viðsnúningur hefði orðið í íslensku efnahagslífi. Hagvöxtur hefði mælst í efnahagslífi á fyrri hluta ársins, atvinnuleysi væri nú komið niður í í 7,5%, verðbólga hefði lækkað úr í 18,6 í 4,5% á einu og hálfu ári, stýrivextir hefðu lækkað úr 18% í 7% og hefðu ekki verið lægri í 6. ár. Gengi krónunnar hefði ekki verið sterkara í eitt og hálft ár. Þá hefðu forsvarsmenn aðila vinnumarkaðar lýst því yfir að kreppunni sé lokið og bjartsýni í samfélaginu eykst.

Jóhanna sagði, að hún liti á þann vetur sem nú gengur í garð, sem síðasta hjallann í því mikla verkefni, sem þjóðin fól Samfylkingunni og Vinstrihreyfingunni- grænu framboði að vinna við að reisa samfélagið úr þeim rústum sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skildu eftir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert