Eldur í Aðalstræti 9

mbl.is/Eggert

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað í Aðalstræti 9 en þar fór brunaviðvörunarkerfi í gang. Eldur reyndist vera í einu herbergi en búið er að slökkva hann.

Atburðarásin var sú að slökkviliðið var kallað á vettvang eftir að viðvörunarkerfi í húsinu fór af stað.

Brynalykt barst upp með lyftunni í húsinu og voru slökkviliðsmenn sendir inn í bygginguna til að leita að upptökunum.

Leiddi sú leit í ljós að herbergi á jarðhæð var fullt af reyk. Í herberginu við hliðina logaði hins vegar eldur og braust slökkviliðið inn í það til að slökkva eldinn.

Reyndist herbergið vera geymsla og er nú unnið að því að reykræsta bygginguna.

Í Aðalstræti 9 eru nokkrar íbúðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert