Glerbrot um allt húsið

Þessi mynd er fengin af Twitter-síðu en hún var endurbirt …
Þessi mynd er fengin af Twitter-síðu en hún var endurbirt á vef New Zealand Herald.

„Við erum að upplifa eftirskjálfta núna. Við vöknuðum í nótt í kringum 20 mínútur í fimm við öflugan skjálfta,“ segir Svava Kristinsdóttir húsmóðir um upplifun sína af jarðskjálftanum í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Rafmagnslaust er í hverfinu þar sem Svava býr og eru glerbrot um allt hús.

Svava er gift Hilmari Kjartanssyni, lækni á bráðamóttöku í borginni, en saman eiga þau börnin Birnu Líf og Árna Kristinn.

Svava, sem á von á sínu þriðja barni, segir þau hjónin hafa vaknað upp með andfælum og hlaupið til barna sinna til að athuga hvort þau væru óhult.

Þau hafi síðan komið sér fyrir undir dyrakarminum í forstofunni og beðið á meðan hrinan reið yfir.

„Það fyrsta sem maður gerir er að hlaupa og athuga með börnin sín. Við fórum strax af stað og náðum í þau inn í herbergi. Við reyndum svo að finna okkur einhvern öruggan stað og var fyrsti staðurinn dyrakarmurinn. Svo kíktum við á nágranna okkar en flestir virðast vera í góðu lagi. Fólk er mjög hissa. Þetta tók svolítið langan tíma að manni fannst en það er kannski ekki að marka. Börnin eru enn þá svolítið hrædd.

Það rigndi mikið af glerbrotum út um allt hús. Bækur og aðrir munir hrundu úr hillunum. Það er rafmagnslaust í nágrenninu,“ segir Svava en fjölskyldan býr í gömlu einbýlishúsi úr timbri.

Af fréttavefsíðu The Press.
Af fréttavefsíðu The Press.
Frá Christchurch.
Frá Christchurch.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert