Selt upp úr 80 bílskottum

Fjöldi fólks mætti á Skottmarkaðinn.
Fjöldi fólks mætti á Skottmarkaðinn. Mbl.is/Golli

„Það er frábær mæting og planið hér við Kjarvalsstaði er stútfullt af bílum sem hafa opnað skottið sitt,“ segir Steinunn Þórhallsdóttir, formaður íbúðasamtaka 3. hverfis sem standa fyrir árlegum Skottmarkaði. Þar gefst fólki kostur á að breyta heimilisbílnum í sölubás og selja allt milli himins og jarðar úr bílskottunum.

Markaðnum fer senn að ljúka en skottunum verður lokað kl. 15. Steinunn áætlar að um 80 bílar séu á bílaplaninu og segir hún að fólk hafi streymt að í allan dag. „Fólkið er bæði úr hverfinu, kemur hingað gangandi með barnavagna, og kemur akandi úr öðrum hverfum. Seljendurnir sem ég hef talað við eru mjög ánægðir.“

Skottmarkaður við Kjarvalsstaði.
Skottmarkaður við Kjarvalsstaði. Mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert