Herjólfur til Þorlákshafnar

mbl.is/Sigurður Bogi

Ákveðið hefur verið að Herjólfur sigli til Þorlákshafnar á morgun. Fer ferjan fer frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar kl 6 í fyrramálið og til baka aftur kl 10 þann sama morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip, sem rekur Herjólf, er veðurútlit ekki alltof gott og því hafi þessi ákvörðun tekin. Að þessari ferð lokinni taki við bráðabrigðaáætlunin sem sett var upp í gær. 

Að sögn Vegagerðarinnar tekur áætlunin síðan mið af veðrinu og öðrum aðstæðum og ekki sé loku fyrir það skotið að aftur verði siglt til Þorlákshafnar.

Herjólfur hefur ekkert siglt milli lands og Eyja frá því á sunnudagskvöld.

Bráðabirgðaáætlun Herjólfs


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert