Notar biblíuna í pólitískum tilgangi

Høgni Hoydal.
Høgni Hoydal. mbl.is

Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins í Færeyjum, segir að Jenis av Rana, formaður Miðflokksins, tali ekki fyrir munn kristinna Færeyinga með skammarlegum ummælum um Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra heldur reyni hann að nota biblíuna í pólitískum tilgangi og æsa upp lítinn hóp bókstafstrúarmanna.

Høgni segir að Jenis endurspegli ekki afstöðu Færeyinga, sem séu kristið fólk en vilji ekki styðja skammarlega framkomu af þessu tagi.

„Ég er viss um að Jenis av Rana verður eini maðurinn sem ekki mætir í kvöldverðarboðið til lögmannsins,“ segir Høgni og bætir við að hjónin Jóhanna og Jónína Leósdóttir séu hjartanlega velkomin í opinbera heimsókn til Færeyja og heimsókn þeirra sé mikill heiður fyrir Færeyinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert