Björn forstjóri Landspítala

Björn Zoëga.
Björn Zoëga. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, hefur skipað Björn Zoëga í embætti forstjóra Landspítala frá og með 1. október en Björn hefur gegnt þessu starfi tímabundið síðasta ári.

Alls sóttu sex um starf forstjóra þegar það var auglýst í júlí sl.  Hæfni umsækjenda var metin af þriggja manna nefnd sem skipuð er af heilbrigðisráðherra. Björn er skipaður forstjóri Landspítala til fimm ár.

Björn tekur við starfinu af Huldu Gunnlaugsdóttur sem var ráðin forstjóri Landspítalans frá 1. september 2008, en fékk leyfi frá störfum til eins árs frá og með 1. október 2009. Björn hefur gegnt starfi forstjóra í fjarveru Huldu, sem sagði starfi sínu lausu nú í júlí.

Björn var áður framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala og hefur stundað læknastörf hér á landi og í útlöndum, þar á meðal á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg þar sem hann var yfirlæknir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert