Ekki var við neinn titring

Forsætisráðherra segist ekki hafa orðið var við titring á meðal þingmanna Samfylkingarinnar vegna væntanlegrar niðurstöðu þingnefndar sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra.

„Ég býst við að það séu margir sem bíða auðvitað eftir niðurstöðu í þessari nefnd. Ég hef ekki orðið vör við neinn titring. Það var þingflokksfundur hjá mér á meðan ég var erlendis og ég hef ekki neinar sérstakar spurnir af honum. Ekki að það hafi verið neinn sérstakur titringur,“ segir Jóhanna.

„Ég veit ekki til annars en að sjálfstæði nefndarinnar hafi verið algjörlega virt. Og nefndin hefur sjálf staðið sig aðdáunarlega vel í því að halda trúnað. Nefndarmenn hafa ekki ljáð máls á viðtölum um þetta. Og ég tel að þetta hafi verið unnið mjög vel og yfirvegað, og algjörlega virt öll landamæri sem ber að virða í þessum efnum. Ég segi fyrir mitt leyti að ég - eins og hver annar - bara bíð eftir því sem við fáum í hendur á morgun,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert