Í stórum málum þarf öll stjórnin að vera upplýst

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokks.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokks. Heiðar Kristjánsson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, telur að skoða þurfi hvort gera eigi breytingu á skipan ríkisstjórnar þannig að tryggt sé að í stórum málum sé öll ríkisstjórnin upplýst og meðvituð um þá ábyrgð sem fylgir því að sitja í ríkisstjórn Íslands.

 Þetta kemur fram í svari sem hún sendi þingmannanefnd Alþingis. Í svarinu áréttar Þorgerður það sem margoft hefur verið sagt að ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald. Það þýðir að ráðherra ber ábyrgð á sínum málaflokki en ekki á málaflokkum sem heyra undir aðra ráðherra.

Þorgerður segir að af lestri rannsóknarskýrslu Alþingis megi draga þá ályktun að það verklag sem hefur verið viðhaft í ríkisstjórnum hér á landi þurfi að taka til alvarlegrar skoðunar.

„Athuga þarf hvort rétt sé að halda í núverandi kerfi þ.e. að ríkisstjórnin sé fjölskipað stjórnvald eða hvort hægt sé að breyta því formi með einhverjum hætti svo tryggt verði að í stórum málum verði ríkisstjórnin upplýst og meðvituð um þá ábyrgð, stjórnskipulega sem pólitíska, er fylgir því að sitja í ríkisstjórn Íslands. Einnig tel ég rétt að skoðað verði hvort ekki eigi að formgera betur samráðsferli ráðherra. Í öllu falli þarf að koma í veg fyrir að pólitískir duttlungar og hentisemi ráði för í stórum og þýðingarmiklum hagsmunamálum lands og þjóðar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert