„Röng niðurstaða“

Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar meirihluta þingmannanefndar að leggja til við Alþingi að hann verði ákærður fyrir landsdómi vegna mistaka í starfi. Geir segir niðurstöðuna valda sér vonbrigðum og hann telji hana ranga.

„Niðurstaða meirihluta þingmannanefndar, sem fjallað hefur um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum, veldur mér miklum vonbrigðum. Ég tel að meirihlutinn hafi komist að rangri niðurstöðu. Komi til þess að Alþingi samþykkti tillögu um að stefna mér fyrir landsdóm verður það þungbær reynsla en sá sem hefur hreinan skjöld er ekki hræddur við að fá úrlausn sinna mála fyrir óháðum og óvilhöllum dómstóli eins og landsdómi er ætlað að vera.

Ég hef gert grein fyrir minni hlið þessara mála í tveimur ítarlegum greinargerðum, til rannsóknarnefndar Alþingis og til þingmannanefndarinnar, sem báðar liggja fyrir opinberlega. Niðurstaða þeirra þingmanna er mynda meirihluta í nefndinni er eigi að síður sú að meiri líkur séu á að ég verði sakfelldur fyrir brot á lögum en sýknaður. Ella hefðu þeir alþingismenn sem skipa meirihlutann ekki haft leyfi til að leggja til við Alþingi að það samþykki ákæru því slíkt væri ekki í samræmi við íslenskar og alþjóðlegar réttarfars- og mannréttindareglur.

Ég hef á löngum stjórnmálaferli og í þau ellefu ár sem ég sat samfellt í ríkisstjórn ævinlega reynt að sinna störfum mínum heiðarlega, af samviskusemi og eftir bestu getu í samræmi við þá leiðsögn sem ég hafði úr æsku. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að nafn mitt yrði nokkurn tíma nefnt í sömu andrá og landsdómur eða að ég kynni að verða sakaður um að vanrækja störf mín þannig að varðaði við lög um ráðherraábyrgð. Það eitt er mikið áfall.

Allt árið 2008 voru mál er vörðuðu stöðu viðskiptabankanna, hvort og hvernig takast mætti að koma í veg fyrir að þeir yrðu hinni alþjóðlegu fjármálakreppu að bráð, mitt aðalviðfangsefni. Þessi vinna stóð sleitulaust af minni hálfu, annarra ráðherra sem að málum komu, embættismanna og þeirra stofnana sem í hlut áttu. Ég vissi ekki hversu mjög bankarnir höfðu verið veiktir innan frá. Það kom ekki í ljós fyrr en eftir ítarlega rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis.

Allar ráðagerðir um að bjarga bönkunum misheppnuðust. Það var reiðarslag fyrir mig eins og landsmenn alla. Ég stend við þá sannfæringu mína að embættisfærsla mín sem forsætisráðhera hafi ekki valdið bankahruninu og það hafi hvorki verið á mínu færi né annarra ráðherra að koma í veg fyrir það á árinu 2008 eins og málum var háttað. Heldur ekki þeirra tveggja áhrifamiklu ráðherra, sem sátu í minni ríkisstjórn, og sitja í æðstu valdastólum í núverandi ríkisstjórn, en hafa af einhverjum ástæðum verið undanþegnir umfjöllun þingmannanefndarinnar.

Fyrir Alþingi liggur nú að taka ákvörðun um hvort ákæra eigi mig og höfða mál til refsingar fyrir landsdómi vegna starfa minna sem forsætisráðherra á umræddu tímabili. Ábyrgð þingmanna er mikil þegar kemur að því að beita ákæruvaldi í fyrsta sinn í sögunni, eins og nú hefur verið lagt til. Verði sakborningar sýknaðir mun það verða mikill áfellisdómur yfir störfum þingmannanefndarinnar og þingsins. Þeir þingmenn sem samþykkja ákæruna verða að vera reiðubúnir að horfast í augu við sína ábyrgð á því þegar öll kurl koma til grafar.

Ég hyggst ekki tjá mig frekar um þessi mál opinberlega þar til í réttarsalinn er komið ef Alþingi ákveður að stefna mér þangað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjölmenni í Ásbyrgi

Í gær, 23:15 „Menn endast hérna á meðan veðrið er gott,“ segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður um tjaldsvæðið í Ásbyrgi en um 7-800 manns hafa lagt leið sína þangað til þess að tjalda í góða veðrinu. Meira »

John Snorri er lagður af stað

Í gær, 22:59 John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað í leiðangurinn á topp fjallsins K2 sem er talið eitt það hættulegasta í heimi. Takist honum ætlunarverkið verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið. Aðeins 240 manns hafa komist á topp fjallsins og 29 prósent þeirra sem reyna það láta lífið. Meira »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

Í gær, 21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

Í gær, 21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

Í gær, 21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

Í gær, 19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

Í gær, 19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

Í gær, 19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

Í gær, 19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

Í gær, 19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

Í gær, 18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

Í gær, 17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »

Hátt í 2.500 tjalda á Akureyri

Í gær, 17:14 „Við höfum ekki við að færa það til bókar jafnóðum,“ segir Ásgeir Hreiðars­son hjá Útil­ífs- og um­hverf­issmiðstöð skáta sem rek­ur tjaldsvæðin á Ak­ur­eyri, spurður um fjöldann á svæðunum. Hann giskar á að um 2.000 manns séu á Hömrum en 4-500 manns á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti. Meira »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

Í gær, 15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

Í gær, 14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Tólfan heldur uppi stuðinu á EM-torginu

Í gær, 16:57 Fjöldi fólks er kominn saman á EM-torginu, Ingólfstorgi, þar sem leikur Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er sýndur í beinni útsendingu á breiðtjaldi. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

Í gær, 15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

Í gær, 13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara fyrir einstaklinga og ...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald..Verð kr 4000. 4 manna tjald. Verð kr 10000. Samanbrjó...
Fjölskylda óskar eftir 4+herb íbúð
Fimm manna fjölskylda frá Akureyri bráð vantar 4+ herb íbúð á höfuðborgarsvæðinu...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...