„Röng niðurstaða“

Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar meirihluta þingmannanefndar að leggja til við Alþingi að hann verði ákærður fyrir landsdómi vegna mistaka í starfi. Geir segir niðurstöðuna valda sér vonbrigðum og hann telji hana ranga.

„Niðurstaða meirihluta þingmannanefndar, sem fjallað hefur um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum, veldur mér miklum vonbrigðum. Ég tel að meirihlutinn hafi komist að rangri niðurstöðu. Komi til þess að Alþingi samþykkti tillögu um að stefna mér fyrir landsdóm verður það þungbær reynsla en sá sem hefur hreinan skjöld er ekki hræddur við að fá úrlausn sinna mála fyrir óháðum og óvilhöllum dómstóli eins og landsdómi er ætlað að vera.

Ég hef gert grein fyrir minni hlið þessara mála í tveimur ítarlegum greinargerðum, til rannsóknarnefndar Alþingis og til þingmannanefndarinnar, sem báðar liggja fyrir opinberlega. Niðurstaða þeirra þingmanna er mynda meirihluta í nefndinni er eigi að síður sú að meiri líkur séu á að ég verði sakfelldur fyrir brot á lögum en sýknaður. Ella hefðu þeir alþingismenn sem skipa meirihlutann ekki haft leyfi til að leggja til við Alþingi að það samþykki ákæru því slíkt væri ekki í samræmi við íslenskar og alþjóðlegar réttarfars- og mannréttindareglur.

Ég hef á löngum stjórnmálaferli og í þau ellefu ár sem ég sat samfellt í ríkisstjórn ævinlega reynt að sinna störfum mínum heiðarlega, af samviskusemi og eftir bestu getu í samræmi við þá leiðsögn sem ég hafði úr æsku. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að nafn mitt yrði nokkurn tíma nefnt í sömu andrá og landsdómur eða að ég kynni að verða sakaður um að vanrækja störf mín þannig að varðaði við lög um ráðherraábyrgð. Það eitt er mikið áfall.

Allt árið 2008 voru mál er vörðuðu stöðu viðskiptabankanna, hvort og hvernig takast mætti að koma í veg fyrir að þeir yrðu hinni alþjóðlegu fjármálakreppu að bráð, mitt aðalviðfangsefni. Þessi vinna stóð sleitulaust af minni hálfu, annarra ráðherra sem að málum komu, embættismanna og þeirra stofnana sem í hlut áttu. Ég vissi ekki hversu mjög bankarnir höfðu verið veiktir innan frá. Það kom ekki í ljós fyrr en eftir ítarlega rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis.

Allar ráðagerðir um að bjarga bönkunum misheppnuðust. Það var reiðarslag fyrir mig eins og landsmenn alla. Ég stend við þá sannfæringu mína að embættisfærsla mín sem forsætisráðhera hafi ekki valdið bankahruninu og það hafi hvorki verið á mínu færi né annarra ráðherra að koma í veg fyrir það á árinu 2008 eins og málum var háttað. Heldur ekki þeirra tveggja áhrifamiklu ráðherra, sem sátu í minni ríkisstjórn, og sitja í æðstu valdastólum í núverandi ríkisstjórn, en hafa af einhverjum ástæðum verið undanþegnir umfjöllun þingmannanefndarinnar.

Fyrir Alþingi liggur nú að taka ákvörðun um hvort ákæra eigi mig og höfða mál til refsingar fyrir landsdómi vegna starfa minna sem forsætisráðherra á umræddu tímabili. Ábyrgð þingmanna er mikil þegar kemur að því að beita ákæruvaldi í fyrsta sinn í sögunni, eins og nú hefur verið lagt til. Verði sakborningar sýknaðir mun það verða mikill áfellisdómur yfir störfum þingmannanefndarinnar og þingsins. Þeir þingmenn sem samþykkja ákæruna verða að vera reiðubúnir að horfast í augu við sína ábyrgð á því þegar öll kurl koma til grafar.

Ég hyggst ekki tjá mig frekar um þessi mál opinberlega þar til í réttarsalinn er komið ef Alþingi ákveður að stefna mér þangað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Best að horfast í augu við þetta“

08:18 „Sumir halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu. Hún greindist með geðklofa árið 2008 þegar hún var 28 ára. Meira »

Borgar flugnám með blaðburðarlaunum

07:57 Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur. Meira »

Aðdragandi slita kosningamál

07:37 Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin? Meira »

Prestur sakaður um kynferðisbrot

07:30 Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn. Meira »

Mjög vætusamt um helgina

06:38 Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.  Meira »

Byggt yfir Hafró við Fornubúðir

05:30 Stefnt er að því að starfsemi Hafrannsóknastofnunar geti flutt í nýtt hús við Fornubúðir 5 í Hafnarfirði í ársbyrjun 2019, en áætlað er að þessi áfangi hússins rísi á um 15 mánuðum. Reiknað er með að jarðvinna við bygginguna geti hafist upp úr næstu mánaðamótum eða um leið og framkvæmdaleyfi verður veitt. Meira »

Sjúkdómahættan fer vaxandi

05:30 Ef þátttaka í bólusetningum er ekki betri en skráningar benda til getum við lent í vanda og sjúkdómahættan fer vaxandi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Vilja fá að veiða í fleiri veiðarfæri

05:30 Minni afli línubáta frá Snæfellsnesi hefur skapað erfiðleika í haust fyrir þá sem beita í landi. Aflatregða og smár fiskur bætast við lægra verð á fiskmörkuðum, en á sama tíma hefur tilkostnaður í landi aukist. Meira »

Hvatt til skimunar og árangur góður

05:30 Allt að 95% þeirra 600 sem hófu meðferð gegn lifrarbólgu C á sl. ára hafi læknast. Opinbert átak gegn þessum sjúkdómi hófst í fyrra og talið er að nú þegar hafi náðst til allt að 80% þeirra sem smitast hafa. Meira »

Segir réttindi í algeru uppnámi

05:30 Fyrir liggur eftir stjórnarslitin að ekki verður leyst með lagasetningu á næstunni úr djúpstæðum ágreiningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins við Fjármálaeftirlitið um hvort flytja má tilgreinda séreign sjóðfélaga lífeyrissjóða frá þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar. Meira »

Víðtækt samkomulag um lífeyrismál

05:30 Náðst hefur samkomulag ASÍ, ríkisins og Reykjavíkurborgar sem tryggir að þúsundir félagsmanna ASÍ sem starfa hjá ríki og borg verði jafnsettir öðrum opinberum starfsmönnum hvað lífeyrisréttindin varðar. Meira »

Píratar boða til prófkjörs

05:30 „Við eigum að úrvalsfólki að ganga og ég held að þetta verði æsispennandi. Lýðræðið ræður hjá okkur eins og alltaf,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Meira »

Nagdýrið líklega með spínatinu

Í gær, 23:33 Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eftir að tilkynnt var um nagdýr í spínati á veitingastaðnum Fresco, er talið líklegt að dýrið hafi komið með hráefninu frá Spáni. Spínatið er flutt óhreinsað til landsins og hafði ekki verið hreinsað á veitingastaðnum. Meira »

Segir dómgreind Katrínar hafa brjálast

Í gær, 22:25 „Það virðist nokkuð ljóst að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að gera einbeitta tilraun til þess að mynda ríkisstjórn eftir skyndikosningarnar í næsta mánuði. Það er út af fyrir sig ekkert heimskuleg hugmynd.“ Meira »

„Ég stóð varla í fæturna“

Í gær, 21:30 Fjölskylda Signýjar Bergsdóttur þurfti að flýja heimili sitt eftir að jarðskjálfti upp á 7,1 reið yfir Mexíkóborg í gær og eru sprungur í húsi þeirra. Hún stóð varla í fæturna er skjálftinn reið yfir og sá fjölda hruninna og skemmdra húsa á leið sinni heim. Signý segir hús enn vera að falla saman. Meira »

Íbúum verði ekki mismunað eftir hverfum

Í gær, 22:27 Sjálfstæðismenn vilja að afgreiðslutími sé lengdur í öllum sundlaugum í Reykjavík, ekki bara sumum líkt og borgarráð samþykkti fyrr í haust. Tillögu þessa efnis var vísað til fjárhagsáætlanagerðar næsta árs á borgarstjórnarfundi í vikunni. Meira »

11 mánuðir fyrir ítrekuð brot

Í gær, 21:45 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp 11 mánaða fangelsisdóm yfir manni á fimmtugsaldri fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og brot á fíkniefnalögum. Þá verður maðurinn sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira »

Djúp lægð á leiðinni

Í gær, 20:35 Mikil úrkoma var á sunnanverðum Austfjörðum og á Ströndum í dag. Það er haustveður í kortunum en djúp lægð er á leið í átt til landsins og má búast við stormi á laugardaginn. Meira »
KTM 990 adventure árg 2010
Til sölu þetta frábæra ferðahjól. Græjan til að ferðast um Íslanda. Gott bæði á ...
BMW klossar, olíusía og olíusíuverkfæri
BMW bremsuklossa sett framan Báðum megin framan. Passar á eftirfarandi hjól ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...