Einkavæðing bankanna verði rannsökuð

mbl.is/Heiddi

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að menn ræði sig niður á samkomulag um rannsókn á einkavæðingu bankanna í framtíðinni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, tekur í sama streng.

„Um leið og við rannsökum enn á ný einkavæðingu bankanna á sínum tíma þá væri sjálfssögðu tilvalið að rannsaka líka, það sem aldrei hefur verið rannsakað, sem er seinni einkavæðing bankanna. Þar er mjög mörgum spurningum ósvarað. Og væntanlega getum við þá sammælst um það að setja saman nefnda  til þess að fara í rannsókn á einkavæðingarferli, hvernig að því er staðið og hvernig best megi gera það,“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert