Fé slátrað að hætti múslima

Hvammstangi.
Hvammstangi. www.mats.is

Sú nýbreytni verður hér í sláturtíðinni að íslensku sauðfé verður slátrað að sið múslima. Fram kemur á vef Bændablaðsins, að sláturleyfishafar hafi unnið um tíma með félagi múslima á Íslandi að verkefninu en nokkur sláturhús ráði nú til sín múslima í vinnu yfir sláturtíðina til að framkvæma slátrunina.

Haft er eftir Magnúsi Frey Jónssyni, framkvæmdastjóra sláturhúss Vestur-Húnvetninga, að menn standi frammi fyrir því að þurfa að flytja mikið út vegna aðstæðna á innanlandsmarkaði.

Múslimar borði mikið lambakjöt og til að þeir megi borða það þurfi að slátra fénu eftir sérstakri aðferð. Þetta sé í raun svipuð aðferð og Íslendingar notist við utan að múslimar að slátra og þeir fari með bæn í huganum eða upphátt á meðan á athöfninni stendur.

Að sögn Bændablaðsins sjá sláturleyfishafar fyrir sér mikil tækifæri varðandi Halal-slátrunina, enda stórir markaðir fyrir sölu á lambakjöti í heimi múslima og gott verð fæst fyrir vöruna.  

Vefur Bændablaðsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert