Frumvarp um að gengistryggð lán verði ólögmæt

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra og Gunnar Þ. …
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra og Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, fara yfir dóm Hæstaréttar. mbl.is/Golli

Árni Páll Árnason, efnahags - og viðskiptaráðherra, segir mikilvægt að óvissu sé eytt í tengslum við gengistryggð mál. Hann mun leggja fram frumvarp þess efnis að öll bílalán með gengisviðmiðum verði gerð ólögmæt óháð orðalagi samninga.

Markmiðið er að tryggja sanngirni gagnvart lántakendum og skattborgurum. Stjórnvöld hafa unnið að undirbúningi málsins og fengið til þess innlenda og erlenda ráðgjafa, auð þess sem byggt hefur verið á upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu.

Gengisbundin húsnæðislán verða færð yfir í íslenskar krónur og verðtryggð kjör sem lækkar eftirstöðvar lánanna. Lántakendum mun jafnframt bjóðst að breyta láninu í löglegt erlent lán eða færa það í óverðtryggða íslenska vexti. Þetta er mögulegt án þess að fjárhagslegt högg fyrri lánastofnanir verði slíkt að það stefni stöðuleika fjármálakerfisins í hættu. 

Út frá sanngirnissjónarmiðum er talin þörf á að skýra lögmæti gengisbundinna lána til fyrirtækja. Heildarvirði þeirra lána hefur verið áætlað 841 milljarður kr., en lán til einstaklinga 186 milljarðar. Stór hluti fyrirtækjalána eru til aðila með tekjur í erlendri mynt. Ríkn eytendasjónarmið hníga að því að einstaklingar fái meiri vernd en fyrirtæki, segir efnahags- og viðskiptaráðuneytið.

Jafnframt eru miklir almannahagsmunir fyrir því að kostnaður falli ekki á skattborgara vegna lána fyrirtækja. Samhliða verða gerðar ríkari kröfur til bankanna um hraðari endurskipulagningu skulda fyrirtækja.

Jafnframt verður stuðlað að skýrari uppgjörum og auðveldari úrlausnum álitamála.

Tilkynning efnahags- og viðskiptaráðuneytisins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert