Á þriðja hundrað í hópmálssókn

Niðurstaða Hæstaréttar hefur áhrif á öll gengistryggð lán á Íslandi. …
Niðurstaða Hæstaréttar hefur áhrif á öll gengistryggð lán á Íslandi. Samtök lánþega vilja einnig láta reyna á verðtryggðu lánin fyrir dómstólum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nokkuð á þriðja hundrað manns hefur skráð sig til þátttöku í hópmálssókn gegn fjármálafyrirtækjunum sem Samtök lánþega undirbúa í kjölfar viðbragða stjórnvalda við dómi Hæstaréttar í máli tengdu gengistryggðum eignaleigusamningi Lýsingar. Þátttakan er mun meiri en talsmaður samtakanna átti von á.

Guðmundur Andri Skúlason, talsmaður Samtaka lánþega, segir að samtökin vilji ná utan um meginþorra þeirra lána sem fólk er í vandræðum með, það er að segja gengistryggð lán, og einnig að fá svarað spurningum um lögmæti verðtryggðra lána. Því sé óskað eftir lánþegum sem eru með gengistryggð lán í íslenskum krónum, gengistryggð lán í erlendri mynt og verðtryggð lán í íslenskum krónum.

Samtök lánþega hvetja einstaklinga jafnt sem fyrirtæki til að skrá sig til þátttöku en skráningin er óskuldbindandi á þessu stigi, gerð til að kanna áhuga. Samtökin munu síðan aðstoða við að koma saman hópum eftir því hvaða kröfur eru uppi og gegn hverjum ásamt því að finna til verksins til þess hæfa lögmenn.

Guðmundur Andri segir að samtökin séu nú komin með nokkuð sterkan hóp.

Hann tekur fram að farið verði fram á skaðabætur frá fjármálafyrirtækjunum og einnig stjórnendum þeirra.

Sjá vef Samtaka lánþega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert