Umræðu frestað til mánudags

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

Þingfundi á Alþingi var óvænt slitið nú eftir hádegið. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er nú gert ráð fyrir því að umræðu um þingsályktunartillögur um málshöfðun á hendur fyrrverandi ráðherrum verði haldið áfram á mánudagsmorgun.

Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar, sem fjallaði um skýrslu  rannsóknarnefndar Alþingis, mælti í morgun fyrir þingsályktunartillögu um að Alþingi höfði mál gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum.

Áður komu fram kröfur um það frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins um að þingmenn fái aðgang að öllum minnisblöðum og álitsgerðum sérfræðinga og annarra, sem þingmannanefndin leitaði til þegar þingsályktunartillagan var samin. Undir þessar kröfur tóku þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar. 

Eftir framsöguræðu Atla settist þingmannanefndin á fund og einnig var haldinn fundur forseta Alþingis með þingflokksformönnum í hádeginu. Eftir því sem mbl.is kemst næst varð niðurstaðan sú, að fresta þingumræðunni til mánudags og meta um helgina hvort veita eigi þingmönnum aðgang að gögnum þingmannanefndarinnar og þá að hvaða gögnum. 

Byrjað var í morgun að ræða um ráðherraábyrgð.
Byrjað var í morgun að ræða um ráðherraábyrgð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert