Stöðugleikasáttmálinn verði framlengdur

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Ómar

Stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins hafa óskað eftir því við verkalýðshreyfinguna að stöðugleikasáttmálinn verði framlengdur. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Haft er eftir Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, að það sé ekki mögulegt fyrr en ljóst sé  hvað stjórnvöld ætlist fyrir.

Á vef RÚV segir að þetta hafi verið ákveðið á fundi formanna 70 verkalýðsfélaga fyrir helgi.  Haft er eftir Guðmundi að flestir hafi virst  sammála um að nauðsynlegt væri að standa saman en  stjórnvöld hafi ekki staðið við síðustu þjóðarsátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert