Efins um stuðning við ákæru

Óvissa er um framgang tillögu um að Alþingi ákæri fyrrverandi ...
Óvissa er um framgang tillögu um að Alþingi ákæri fyrrverandi ráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þingmaður VG telur óvíst að þingmeirihluti sé fyrir tillögum um að Alþingi stefni fyrrverandi ráðherrum fyrir landsdóm. Gagnrýni forsætisráðherra á málsmeðferð kom þingmönnum VG á óvart.

„Það kom mér á óvart að heyra þessa gagnrýni forsætisráðherra. Hún stóð eins og aðrir þingmenn að tillögu um að hleypa þessari rannsókn af stað,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um gagnrýni forsætisráðherra á málsmeðferð þingmannanefndar sem fjallaði um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og ráðherraábyrgð.

Árni Þór Sigurðsson, varaformaður þingflokks VG, tekur undir þetta. Segir að allir hafi vitað frá upphafi að það væri hlutverk þingmannanefndarinnar að fjalla um ráðherraábyrgð og hefði verið eðlilegt að þeir héldu því þá til haga. 

„Þegar nefndin var sett á laggirnar gátu allir gengið að því vísu með hvaða hætti lagaumgjörðin væri. Mér finnst þessi gagnrýni því dálítið seint fram komin núna,“ segir Árni Þór.

Ómakleg gagnrýni

Árni Þór segist ekki geta litið á gagnrýni forsætisráðherra öðruvísi en sem gagnrýni á störf þingmannanefndarinnar, þar á meðal fulltrúa Samfylkingarinnar. „Mér finnst þetta ómakleg gagnrýni. Nefndin hefur verið einróma í störfum sínum, þar til síðast, að kom að ráðherraábyrgðinni en þá skildu leiðir. Öll skref um málsmeðferð voru tekin einum rómi,“ segir Árni Þór.

Björn Valur segist hafa verið undrandi á ræðu Jóhönnu sem honum fannst snúast talsvert um fyrrverandi utanríkisráðherra og sannfæringu hennar um að hún væri saklaus. „Ég hef ekki hugmynd um það, vil bara að það verði leitt í ljós fyrir viðkomandi dómstól.“

Hann segir að forsætisráðherra sé frjálst að hafa sína skoðun á þessum málum. „En það eru vissulega vonbrigði þegar forsætisráðherra, hver sem hann er, efast um réttmæti niðurstöðu þingmannanefndar af því tagi sem hér um ræðir. Þetta snýst um uppgjör við þessa erfiðu tíma, efnahagshrunið. Það hefði verið æskilegra að sá sem leiðir ríkisstjórnina, leiðir stjórnmálalífið, hefði verið afdráttarlausari í stuðningi sínum við uppgjörið, þar á meðal niðurstöðu þingmannanefndarinnar,“ segir Björn Valur.

Setur málið í óvæntan farveg

Hann segir að útspil Jóhönnu setji málið í óvæntan farveg. „Miðað við vægi hennar orða hlýtur að vera viss óvissa um afdrif málsins,“ segir Björn Valur. Hann vísar í umræður um að vísa málinu til annarra þingnefnda og telur að Jóhanna hafi verið að taka undir það með því að segja að málið þurfi meiri tíma. „Ég er ósammála henni. Það er kominn tími til að setja málið á beinu brautina og afgreiða það,“ segir Björn Valur.

Árni Þór segir að meirihluti þingmannanefndarinnar hafi í greinargerð með tillögu sinni svarað þeirri gagnrýni sem fram kom hjá forsætisráðherra á þinginu í dag um andmælarétt og málsmeðferð alla. „Mér finnst skrítið að setja þetta fram með þessum hætti,“ segir hann.

Spurður um hugmyndir Jóhönnu að halda nefndafundi milli umræðna og jafnvel að hafa þá opna segir Árni Þór að umfjöllun um málið í þinginu sé ekki réttarhald. „Þetta er ákvörðun Alþingis um það hvort stefna eigi fyrrverandi ráðherrum fyrir dóm vegna meints brots á lögum um ráðherraábyrgð. Þetta er ákvörðun sem Alþingi þarf að taka. Það er að mínu mati sérkennilegt ef vísa á þessu máli til annarrar þingnefndar en þeirrar sem hefur fjallað um það mánuðum saman og sett var sérstaklega á fót vegna þess,“ segir Árni Þór Sigurðsson.

Efins um stuðning

Spurður að því hvort hann teldi að þingmeirihluti væri fyrir tillögu um að stefna fyrrverandi ráðherrum fyrir landsdóm segir Björn Valur. „Ég þori ekki að segja til um það hvort meirihluti er fyrir tillögu meirihluta þingmannanefndarinnar eða tillögu Samfylkingarinnar sem gengur skemur, að styðja þetta mál í gegn. Ég er efins um það, eftir daginn,“ segir Björn Valur.

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason mbl.is
Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Innlent »

Sex slasaðir í rútuslysi

17:34 Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Gamli Garður í nefnd

16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

Tónleikar sem urðu að listahátíð

14:31 Það var skemmtilegt verkefni að leiða saman hóp listamanna til að koma fram listahátíðinni Norður og niður, að sögn Georgs Hólm, tónlistarmanns í Sigur Rós. „Það er fullt af listamönnum þarna sem ég er mjög spenntur fyrir því að sjá.“ mbl.is ræddi við Georg um hátíðina sem verður stór í sniðum. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Búið að ná ökutækjunum í sundur

14:24 Búið er að ná strætisvagninum og vörubílnum í sundur sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, í hádeginu í dag. Ökutækin hafa nú verið dregin af vettvangi. Meira »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Strætisvagn keyrði aftan á vörubíl

12:42 Töluvert harður árekstur varð nú rétt rúmlega tólf á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, þegar strætisvagn keyrði aftan á vöruflutningabíl. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík voru tveir fluttir á sjúkrahús, bílstjórinn og farþegi í vagninum. Meira »

„Mynda samsæri gegn kjósendum“

11:28 „Mér líst ekkert á þetta. Það er afleitt ef menn fara í stjórn á öðrum forsendum en út frá pólitík og framtíðarsýn. Þetta er svo sannarlega ekki stjórn sem byggir á tiltekinni pólitískri stefnu eða skýrri framtíðarsýn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Meira »

Enn einhver hreyfing í eldstöðinni

09:32 Þrír jarðskjálftar mældust við Öræfajökul í gærkvöldi og í nótt, að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni. Voru þeir þó allir undir 1 að stærð. „Þetta eru skjálftar sem segja okkur að það sé enn einhver hreyfing í eldstöðinni.“ Að sögn er ástandið að öðru leyti óbreytt. Meira »

Leigubílstjóri óskaði aðstoðar

11:55 Um klukkan fimm í nótt óskaði leigubílstjóri sem staddur var í Hafnarfirði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem hljóp úr úr bifreiðinni án þess að greiða fargjaldið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Safna fötum fyrir börn á Íslandi

10:15 Árleg fatasöfnun ungmennaráðs Barnaheilla fer fram í dag, í tilefni af degi mannréttinda barna og afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 17 á jarðhæð höfuðstöðva Barnaheilla við Háaleitisbraut 13. Meira »

Kuldaleg veðurspá næstu daga

08:05 Veðurspáin næstu daga er mjög kuldaleg, mikil hæð verður yfir Grænlandi og lægðirnar fara framhjá langt fyrir sunnan land. Við erum því föst í kaldri norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
íÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4,...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...