Fimm milljónir í vasa varaborgarfulltrúa

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Eggert

Áætlað er að árlegur kostnaður Reykjavíkurborgar vegna hækkunar launa varaborgarfulltrúa verði um fimm milljónir króna.

Fulltrúar meirihlutans í borginni, þau Dagur B. Eggertsson, Björk Vilhelmsdóttir og Einar Örn Benediktsson, lögðu á fundi forsætisnefndar borgarinnar sl. föstudag til, að laun fjögurra varaborgarfulltúa væru hækkuð og yrðu 70% af launum borgarfulltrúa og var það samþykkt. Sjálfstæðismenn mótmæltu.

Launahækkunin nær til eins varamanns úr röðum hverra þeirra fjögurra flokka sem eiga fulltrúa í borgarstjórn; það er til þess fulltrúa sem er næstur inn sem aðalmaður. Þessir menn eru Geir Sveinsson, Hjálmars Sveinsson, Páll Hjaltason og Þorleifur Gunnlagsson.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert