Hlustum á raddir kvenna og barna

Jóhanna Sigurðardóttir flytur ræðu sína á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna.
Jóhanna Sigurðardóttir flytur ræðu sína á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna.

Jóhanna Sigurðardóttir, forætisráðherra, sagði á leiðtogafundi um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna, að ríki heims megi ekki missa sjónar á grundvallargildum og hlusta yrði á raddir kvenna og barna.

Sagði Jóhanna, að ekkert barn mætti vera heimilislaust, skorta mat og drykkjarvatn, fara á mis við skólagöngu eða þjást af sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir.

Jóhanna sagði, að jafnrétti og efling kvenna væri lykilatriði til þess að ná þúsaldarmarkmiðunum. Fagnaði aukinni áherslu á málefni kvenna með stofnun sérstakrar stofnunar Sameinuðu þjóðanna, UN Women, sem tekur m.a. yfir verkefni og starf UNIFEM.

Jóhanna verður viðstödd opnun allsherjarþings SÞ á morgun og situr hádegisverð í boði Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra samtakanna. Síðdegis á morgun tekur hún þátt í ráðstefnu sem haldin er á vegum Ráðs kvenna í leiðtogastöðum þar sem forsetar Litháen og Finnlands stýra umræðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert