Starf Jussanam er sérhæft

„Hvar í Evrópu finnst manneskja sem börnum á frístundarheimilinu í Hlíðaskjóli þykir jafn vænt um og Jussnam da Silva“, spyr Sabine Leskobf formaður félags kvenna af erlendum uppruna við rökum þess efnis að aðeins séu veittar undanþágur á atvinnuleyfi utan EES ef um sérhæfð störf sé að ræða.

Jussnam da Silva hefur undanfarið staðið í deilum við Vinnumálastofnun eftir að stofnunin synjaði henni um atvinnuleyfi eftir skilnað við eiginmann sinn á þeim forsendum að atvinnuleitendur innan EES hefðu forgang. 

Sabine segist hafa orðið vör við aukna hörku í málefnum þessa hóps og lítinn áhuga stjórnmálamanna. Hins vegar segir hún áhugavert að sjá að almenningur virðist vera á annarri skoðun en stjórnmálamennirnir. 

Jussanam da Silva heldur tónleika 24. september nk. kl. 20 í Austurbæjarbíói, ásamt píanóleikaranum Agnari Má Magnússyni og trommuleikaranum Cheick Bangoura til að vekja athygli á málstað sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert