Kvartað vegna upplýsinga sem birtust á vef Hæstaréttar

Persónuvernd mun senda Hæstarétti bréf vegna málsins.
Persónuvernd mun senda Hæstarétti bréf vegna málsins. mbl.is/Kristinn

Guðlaug Þorsteinsdóttir geðlæknir, sem stýrir átröskunarteymi við geðdeild Landspítalans, hefur sent Persónuvernd kvörtun vegna upplýsinga sem voru birtar um sjúkdómasögu átröskunarsjúklings á vef Hæstaréttar, en upplýsingarnar þykja viðkvæmar.

Hæstiréttur staðfesti í vikunni að svipta ætti konu um þrítugt sjálfræði svo hægt væri að veita henni meðferð við átröskun en konan er langt leidd af sjúkdómnum.

Dómurinn var birtur á vef Hæstaréttar. Fram kom á vefnum pressunni.is, að Guðlaug telji upplýsingarnar sem birtust á vefsíðu dómsins brjóta gegn friðhelgi einkalífs konunnar.

Þórður Sveinsson, lögmaður hjá Persónuvernd, staðfestir í samtali við mbl.is að kvörtunin hafi borist í dag. Þetta sé til skoðunar og að Hæstarétti verði sent bréf vegna málsins á næstunni. 

Ekki náðist í Guðlaugu við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert