Matargjafirnar einsdæmi á Norðurlöndum

Biðröð eftir matargjöfum við húsakynni Fjölskylduhjálpar Íslands.
Biðröð eftir matargjöfum við húsakynni Fjölskylduhjálpar Íslands. mbl.is/Ernir

Raðir af fólki sem bíður eftir að fá úthlutaðan mat og helstu nauðsynjar frá hjálparstofnunum samræmast ekki hugmyndinni um norrænt velferðarkerfi, enda þekkist það hvergi annars staðar á Norðurlöndum.

Matarúthlutanir eru ekki nýjar af nálinni á Íslandi en þó ekki eins rótgrónar og margir telja.

Harpa Njáls félagsfræðingur segir að yfirvöld hafi búið vandamálið til á 10. áratugnum. Kreppan hafi því bæst ofan á félagslegan vanda sem þegar var til staðar og margfaldað hann.

Fátækt þekkist ekki síður annars staðar á Norðurlöndum en á Íslandi en þar þykja matarúthlutanir samt sem áður fráleitar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert