Segir ESB hlusta á gæði raka

Fyrirlestur Joe Borg í Háskólanum í Reykjavík.
Fyrirlestur Joe Borg í Háskólanum í Reykjavík. ljósmynd/Geir Ólafsson

Margt fólk hlýddi á fyrirlestur Joe Borg, fyrrverandi utanríkisráðherra Möltu og fyrrverandi yfirmanni sjávarútvegsmála Evrópusambandsins, í Háskólanum í Reykjavík í dag. Fundurinn var skipulagður af samtökunum Sterkara Ísland.

Svanborg Sigmarsdóttir, sem var fundarstjóri, segir á annað hundrað manns hafa stótt fundinn. Hún segir Joe Borg hafa borið saman Ísland og Möltu en hann var utanríkisráðherra þegar Malta gekk í ESB árið 2004.

„Hann deildi reynslu sinni af því að fara með Möltu í gegnum samningaferli við ESB. Hann talaði um mikilvægi þess að halda almenningi upplýstum með hlutlausri upplýsingamiðlun sem almenningur gæti treyst," segir Svanborg sem kveður Joe Borg hafa svarað spurningum úr sal í klukkutíma að loknum fyrirlestri hans.

„Fólk sýndi áhuga á sjávarútvegsmálunum. Vildu fá að vita hvernig þetta væri fyrir ríki eins og Möltu, sem er smáríki, að starfa innan ESB. Hvort maður næði sínum hagsmunum í gegn," segir Svanborg. „Hann sagði svo vera því við höfðum færri hagsmuna að gæta og því væri hlustað á gæði raka en ekki bara fjölda þeirra."

Á Möltu búa fjögur hundruð þúsund manns. Maltverjar voru almennt efins um aðild að ESB en eftir harða kosningabaráttu var hún samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu með 53% atkvæða árið 2004. 

Fjallað er um fundinn á vef Sterkara Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert