Segja ákæru pólitískar ofsóknir

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Samband ungra sjálfstæðismanna segir, að ákærur fyrir landsdómi gegn ráðherrum séu pólitískar ofsóknir. Í ályktun segist SUS harma að meirihluti þingmannanefndar hafi ákveðið að leggja fram tillögu um að fjórir fyrrverandi ráðherrar verði ákærðir.

„Í þessari ákvörðun felst pólitískur hráskinnaleikur þeirra sem vilja hylja þá staðreynd að vinstristjórnin logar stafnanna á milli í innanhússátökum og hefur ekki stigið nein mikilvæg skref í þá átt að reisa við atvinnulífið eða heimilin," segir í ályktuninni.

Þar segir einnig, að ekkert hafi komið fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eða skýrslu þingmannanefndarinnar, sem bendi til annars en að ráðherrarnir hafi sinnt störfum sínum eftir bestu vitund.

„Ákærur sem þessar eru atlaga að stjórnmálum og þeir sem þar starfa í dag og þeim sem hyggjast starfa þar í framtíðinni. Slíkt er algjörlega óliðandi og ef sá vegur verður rataður eru íslensk stjórnmál á leiðinni í miklar villigötur," segir síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert